Nordvision leitar að framsýnum, drífandi og útsjónarsömum leiðtoga fyrir Nordvision-skrifstofuna. Viðkomandi á að hefja störf 1. júlí 2024 og er ráðningin til fjögurra ára.
Markmið Nordvision er að vera öflugasti samstarfsvettvangur fjölmiðla í almannaþjónustu á heimsvísu. Þetta samstarf ríkisrekinna fjölmiðla á Norðurlöndum hefur staðið yfir í 65 ár og gegnir sífellt mikilvægara hlutverki fyrir helstu þátttakendurna, sem eru DR (Danmörku), NRK (Noregi), SVT (Svíþjóð), RÚV (Íslandi) og Yle (Finnlandi). Á síðustu árum hefur það getið af sér nýjar samstarfsleiðir fyrir leikið efni fyrir bæði börn og fullorðna. Nú leitum við að einstaklingi sem getur lagt sitt af mörkum til að gera Nordvision-samstarfið enn öflugra.
Starfið felur í sér samstarf við fjölda starfsmanna og stjórnenda hjá ríkisreknu fjölmiðlunum á Norðurlöndum, sem hver um sig býr yfir mikilli kunnáttu á sínu sviði. Við bjóðum upp á gefandi starfsumhverfi þar sem þú og starfsmenn skrifstofunnar greiðið leið öflugra samstarfsverkefna um framleiðslu efnis fyrir fjölmiðla í almannaþjónustu.
Mikilvægt er að þú búir yfir víðtækri starfsreynslu hjá einhverjum norrænu ríkisfjölmiðlanna, einkum að þú hafir unnið með efni fyrir sjónvarp, útvarp eða stafræna miðla og að þú búir að öflugu tengslaneti hjá einhverjum samstarfsaðilanna í Nordvision.
Stór hluti samstarfsins fer fram innan efnisflokkanna (leikins efnis, barnaefnis, efnis fyrir unglinga, rannsóknarblaðamennsku, menningartengds efnis, fræðsluefnis, íþrótta) og innan mismunandi sérfræðihópa sem miðla þekkingu sín á milli. Í mörgum tilvikum þróar Nordvision-skrifstofan þetta samstarf og hefur umsjón með því. Nordvision-skrifstofan skapar jafnframt, mótar og eflir samstarfsvettvanginn í nánu samstarfi við samstarfsaðilana og hefur yfir að ráða fjölda tækja til þess, þar á meðal Nordvision-sjóðnum (tekjum af dreifingu rásanna á svæðinu), stafrænu dreifikerfi Nordvision (Nordif3) og gagnagrunni fyrir samframleiðslu og efni.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri og heyrir undir formann og stjórn Nordvision.
Nýr framkvæmdastjóri mun ráða tvo nýja starfsmenn á skrifstofuna. Framkvæmdastjóri ber meðal annars ábyrgð á að tryggja að unnt sé að uppfylla skilyrði fyrir markmiðum og framtíðarsýn Nordvision-samstarfsins.
Í verkahring framkvæmdastjóra er meðal annars:
– að leiða Nordvision-samstarfið, hafa umsjón með fjárhagsáætlun og bókhaldi sem og að hafa forráð yfir tveimur starfsmönnum
– að marka stefnu í samræmi við kröfur og þarfir samstarfsaðilanna
– að þróa og viðhalda stafrænum verkfærum fyrir samstarfið
– að hafa umsjón með fjárveitingum til rannsókna og þróunar úr Nordvision-sjóðnum og færa bókhald í tengslum við það
– upplýsingar og samskipti við starfsfólk og stjórnendur hjá samstarfsaðilum, þar á meðal dagleg samskipti, ársskýrslur, fréttabréf, kynningarfundir o.fl.
Við kunnum að meta:
- Sterka stjórnunar- og samvinnufærni sem byggir á trausti, þátttöku og viðurkenningu.
- Tilgerðarleysi, heilindi og getu til að hvetja aðra áfram. Framúrskarandi getu til að spila í liði og trú á að við bætum hvert annað upp.
- Stefnumiðaða og greinandi nálgun við úrlausn verkefna. Frumkvæði, góða dómgreind og framúrskarandi færni, bæði í starfi og stjórnun.
- Reynslu af fjölmiðlum í almannaþjónustu á Norðurlöndum.
- Góð tök á ensku í ræðu og riti sem og kunnáttu í Norðurlandamálunum.
- Kraftmikla nálgun og metnað fyrir því að ná tilsettum markmiðum samkvæmt áætlun.
- Frumkvæði að því að koma á tengslum við samstarfsaðila á öllum stigum.
Athugið að eingöngu starfsfólk hjá einhverjum samstarfsaðilanna í almannaþjónustu á Norðurlöndunum getur sótt um þessa stöðu, sem er bundin til fjögurra ára. Gert er ráð fyrir að umsækjandinn sem hlýtur starfið verði áfram í starfi hjá viðkomandi samstarfsaðila að ráðningartímanum loknum. Ákvörðun um staðsetningu skrifstofunnar verður tekin í tengslum við ráðningu framkvæmdastjóra.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 15. september. Stefnt er að því að ráðningarviðtöl fari fram á Teams föstudaginn 13. október 2023.
Ef óskað er frekari upplýsinga skal hafa samband við Evu Beckman, stjórnarformann Nordvision, á netfangið eva.beckman@svt.se eða við Henrik Hartmann, núverandi framkvæmdastjóra Nordvision, á netfangið hrh@dr.dk.
The application should be sent to Eva Beckmann eva.beckmann@svt.se and to Jannice Zotterman jannice.zotterman@svt.se
Nordvision – samstarfsvettvangur fjölmiðla í almannaþjónustu á Norðurlöndum
Markmiðið með Nordvision-samstarfinu er að efla fjölmiðla í almannaþjónustu á Norðurlöndum. Samstarfsaðilarnir framleiða, skiptast á og þróa saman efni auk þess að miðla þekkingu hver til annars og getur samstarfið af sér meira en 4500 sjónvarpsþætti á ári. Samstarfsaðilarnir eru DR (Danmörku), NRK (Noregi), SVT (Svíþjóð), Yle (Finnlandi) og RÚV (Íslandi), Sveriges Radio (SR, Svíþjóð) ásamt aukaaðilunum fjórum KNR (Grænlandi), KVF (Færeyjum), UR (Svíþjóð) og Ålands Radio & TV (Finnlandi). Frekari upplýsingar er að finna á www.nordvision.org.